Andlitsmeðferðir

Stundum er talað um, að ákveðin persóna sé andlit fyrirtækis eða vöru. Það er ekki að ástæðulausu. Andlitið er ímynd persónunnar, það sem fólk sér og dæmir aðra hluta líkamans af. Það er jafnframt sá hluti líkamans sem fæstir gera sér far um að hylja. Því er mikilvægt að andlit fólks, ekki síst kvenna, styrki sjálfsímynd viðkomandi.

Andlitsmeðferðir Gyðjunnar eru framkvæmdar af reyndum sérfræðingum, sem nota aðeins viðurkenndar vörur og traustan tækjabúnað. Hér að neðan gefum við frekari upplýsingar um þær andlitsmeðferðir, sem við höfum í boði.

NÝTT - Lift summum andlitsmeðferð

Lift Summum andlitsmeðferð -Einstök andlitsmeðferð sem gerir húðina stinnari, þéttari og dregur samstundis úr þreytu og öldrunarmerkjum í andliti, á hálsi og bringu á 50 mínútum. Mjög áhrifarík og endurnýjandi meðferð.


Hydra Peel ávaxasýrumeðferð - Ný andlitsmeðferð sem vinnur að endurnýjun húðar

HYDRA PEELING er áhrifarík 45 mínútna andlitsmeðferð sem dregur úr sjáanlegum aldursbreytingum með því að örva endurnýjun húðar og viðhalda virkni húðvefja. Húðin verður bjartari og geislar að meðferð lokinni. Meðferðin dregur einnig úr brúnum litabreytingum og gefur bjartari ásýnd. 

Við bjóðum upp á tvær  HYDRA PEEL meðferðir sem koma til móts við ólíkar þarfir húðar.

 • HYDRA PH er fyrir allar húðgerðir og notast við AH-, BH- og PH sýrur sem leiðir til kröftugrar virkni án óæskilegra ertingsþátta.

 • HYDRABRATION fyrir viðkvæmari húð og þá sem ekki vilja sýrumeðferð og býður upp á mildari endurnýjun húðar með sellulósa og ensímum.

Ráðlagt er að fara í vikulega meðferð í 3 vikur til að fá kröftuga virkni eða staka meðferð til undirbúnings og til efla virkni annarra Guinot stofumeðferða. Sjáanlegur munur er eftir fyrsta tímann. 


Age Summum

Gegn ótímabærum aldursbreytingum - stinnari og þéttari húð. Sjáanlegur munur á innan við klukkustund og húðin endurheimtir unglegan ljóma. Húðin verður sléttari, þéttari, stinnari og áferðafallegri eftir eina meðferð. Viðskiptavinurinn fær ekki eingöngu endurnærandi áhrif heldur fær hann bestu mögulegumeðferð gegn áhrifum öldrunar.
Age Summum meðferðin kemur í stað lýtalækninga og vinnur undir eins á ummerkjum öldrunar: hrukkum og fínum línu, slappri húð og skorti á útgeislun.

Meðferðin er í fjórum þrepum:

 1. Demabrasion Exfoliationg Cream: fjarlægir dauðar hornlagsfrumur af yfirborði húðar.

 2. Regenerating Anti-Ageing Serum: örvar endurnýjun húðfruma

 3. Anti-Ageing Facial Massage: stinnir og þéttir húðvefi

 4. Anti-Ageing Radiance- Boosting Face Mask: endurheimtir frískleika og heilbrigði húðar.

Virku innihaldsefnin eru:

 1. Hreint C-vítamín: örvar framleiðslu kollagens, er andoxandi og gefur húðinni ljóma.

 2. Hyaluronicsýra: sléttir úr hrukkum.

 3. Pro-Collagen: örvar framleiðslu kollagengs og vinnur gegn slappleika húðar.


Hydraclean

Hydraclean er kröftug djúphreinsandi andlitsmeðferð með sérstaka áherslu á T-svæðið. 
Meðferðin er í tveimur þrepum og tekur aðeins 30 mínútur.

 1. Djúphreinsun (val um gel, fer eftir markmiði)

 2. Andlitsnudd (nuddserum)

Hydraclean er meðferð sem er sérstaklega hönnuð fyrir ungt fólk og þá sem vilja stutta en áhrifaríka djúphreinsandi meðferð.
Hydraclean hentar öllum húðgerðum.


Hydradermie andlitsmeðferð

Hydradermie er mjög árangursrík djúphreinsi- og rakameðferð fyrir andlit, háls, bringu og hina viðkvæmu húð umhverfis augun.  Hún er byggð á áratuga rannsóknum sérfræðinga í efnafræði snyrtivara við hinar þekktu Guinot-rannsóknarstofur í Frakklandi, en þær eru meðal hinna allra fremstu á sínu sviði.

Hydradermie örvar efnaskipti húðarinnar og leiðir þannig til örari endurnýjunar fruma. Húðin fær meiri raka og mýkt, hún þéttist og verður áferðarfallegri.

Hydradermie djúphreinsar húðina og skilar meðal annars mjög góðum árangri fyrir slæma bóluhúð, ásamt því að stuðla að rakajafnvægi og réttu sýrustigi húðar.

Hydradermie má nota fyrir alla aldurshópa, enda notum við mismunandi gel eftir húðgerðum og sérþörfum viðkomandi.


Hydradermie Lift andlitslyfting

Hydradermie Lift er hátæknileg andlitsmeðferð
Með árunum þyngist og slaknar á umgjörð andlitsins, aldur og þreyta setja mark sitt á húðina.
Fram að þessu hefur stinnandi meðferð aðeins beinst að uppbyggingu húðar, starfsemi hennar örvuð og hún gerð þannig stinnari.  Hydradermie Lift andlitsmeðferð er sannarlega byltingarkennd því hún örvar vöðvana, styrkir þá og þeir lyfta andlitsdráttum með frábærum árangri.

Andlitslyfting sem skilar árangri frá fyrsta skipti
Auk þess að lífga húðina, sléttir Hydradermie Lift meðferðin úr andlitsdráttum með því að styrkja vöðvana.  Áhrifin eru dýpri, vöðvarnir endurheimta stinnleika sinn, efnaskipti verða hraðari og andlitsdrættir lyftast sýnilega.  Hydradermie Lift jafnast á við leikfimiæfingar sem byggja upp vöðvana og andlitið virðist mun unglegra.  Strax í lok fyrsta skiptis sérð þú árangur.  Ráðlegt er að mæta í þrjú skipti, húðin verður stinnari og unglegri.


Dermatue Meta Therapy

Meta Therapy stendur fyrir Medical & Esthetical Tissue Activating Therapy.  Dermatude Meta Therapy sameinar kosti ýmissa yngjandi meðferða fyrir húðina í einni meðferð sem er alveg einstök og er þar að auki alveg 100% náttúrleg. Hún sameinar eftirfarandi þætti:

√ Vinnur gegn öldrun
√ Hefur yngjandi áhrif
√ Rakagefandi
√ Endurnýjar húðina

Meta Therapy er eina 100% náttúrlega húðmeðferðin sem virkar á tvennan hátt því hún sameinar hvorttveggja; náttúrlega húðmeðferð sem kemur innanfrá og serum-meðferð, þ.e. meðferð með virkum efnum sem borin eru á húðina. Tvöföld áhrif í baráttunni gegn öldrun húðarinnar, þar sem ekki er einungis ráðist gegn afleiðingum, heldur umfram allt orsökum húðöldrunar.

Hver er árangurinn?
Það hægir mikið á öldrunarferlinu og sjáanleg ummerki þess minnka verulega. Einungis lærðir snyrtifræðingar geta veitt Meta Therapy meðferð.
Sjá nánar á Dermatude.is


Húðslípun

Ultrapeel® Pepita er húðmeðferð þar sem beitt er sérstakri tækni með frábærum árangri. Tækni þessi byggir á loftþrýstum fíngerðum mikrókristöllum sem ná fram flögnunaráhrifum í húðinni.

Húðslípun vinnur á efsta lagi húðarinnar (hornhúð) en í því húðlagi á sér stað stöðug endurnýjun. 
Við meðferðina er hornlag húðarinnar fjarlægt, dauðar og skaddaðar húðfrumur hreinsast burt og að meðferð lokinni verður yfirborð húðarinnar slétt, mjúkt og bjartara ásýndum.  
Meðferðin er einföld og nær alveg sársaukalaus. 

Ultrapeel® Pepita hentar öllum þeim sem vilja öðlast hreina, frísklega og endurnærða húð.  Meðferðin vinnur á mjög áhrifaríkan hátt á litablettum, örum, húðsliti, hrukkum og óhreinni húð.


Beauté Neuve

Meðferð með tvöfaldri virkni.

 1. Húðflögnun með ávaxtasýrum.

 2. Vinnur gegn litaflekkjum með hjáp C-vítamíns.

Beauté Neuve ávaxtasýrumeðferðin fjarlægir burtu dauðar húðfrumur, frískar upp á húðina og dregur úr brúnum litablettum. Meðferðin hentar öllum, sérstaklega þeim sem eru með líflausa og þreytta húð.

Beauté Neuve ávaxtasýrumeðferðin gerir húðina móttækilegri fyrir virkum efnum og hún ýtir undir nýmyndun húðfrumna. Meðferðin vinnur á bólguvandamálum, grynnkar hrukkur og húðin verður mýkri, frískari og áferðafallegri.
Sjá nánar á Guinot.com


Liftosome andlitsmeðferð

Liftosome er stinnandi meðferð með vítamína- og appelsínuþykkniskokkteil, sem húðin drekkur í sig vegna áhrifa leirkennds hitamaska.

Eftir hreinsun og milda djúphreinsun húðarinnar er vitamínþykknið smurt á húðina og bætt við stinnandi kremi. Grisja er sett þar yfir og síðan leirmaski, sem hitnar í 39°C til að auka innsíun húðar.  Maskinn inniheldur appelsínu- og ginsengþykkni, sem eykur á virkni meðferðarinnar. Þegar maskinn hefur verið fjarlægður er húðin nudduð upp úr stinnandi geli til að fullkomna meðferðina.

Liftosome-meðferðin er einstaklega áhrifarík. Hægt er að bjóða hana á hvaða árstíma sem er, eina sér eða í kúr, tvö skipti vikulega. Liftosome hentar vel til fjölbreytni við aðrar Guinot-stofumeðferðir. 

Meðferðin tekur 50 mínútur hvert skipti.


Ilmkjarna andlitsmeðferð

Aromatic-andlitsmeðferðin felst í afar þægilegu nuddi með sérstaklega virkum ilmkjarnaolíum. Samspil ilmkjarnaolía og plöntukrafta gera þessa meðferð mjög áhrifaríka.

Valið stendur um meðferð með fimm ólíkum ilmkjarnaolíublöndum og tíu plöntuseyðum til að koma til móts við þarfir hverrar húðar fyrir sig.  

Meðferðin tekur 40-60 mínútur í hvert skipti.


Lúxusandlitsmeðferð 

Við bjóðum upp á sérstaka dekurmeðferð, sem gerir fallegt andlit enn fegurra.

Með hinni sérstöku lúxusandlitsmeðferð djúphreisnum við húðina og hitum hana með gufu, ásamt því að nudda andlit, herðar og bringu í 20 – 25 mínútur.

Meðferðin felst í þægilegu nuddi, en jafnframt eru virk efni (ampula) borin á húðina. Við berum síðan þrenns konar maska á húðina, andlitsmaska, hálsmaska og augnmaska. Að lokum smyrjum við augn- háls- og andlitskremi á húðina.
 
Meðferðin tekur 90 mínútur í hvert skipti.


Andlitsbað

Andlitsbað er slakandi 60 eða 90 mínútna meðferð sem hentar öllum húðgerðum. Meðferðin innfelur yfirborðshreinsun sem og góða og virka djúphreinsun. Meðferðin endar á slakandi og notalegu nuddi og andlitsmaska sem hentar hverjum og einum. Húðin verður bjartari og geislar að meðferð lokinni.


Ýmsar andlitsmeðferðir

Við bjóðum einnig upp á margskonar meðferð aðra, svo sem nudd og maska, húðhreinsun og slípun.