6_brunkumedferdir.jpg

Brúnkumeðferð

Íslendingar hafa á síðustu áratugum haft mikinn áhuga á brúnkusöfnun. Flestir hafa jafnan sótt sóldýrkunarstaði til suðurlanda, en aðrir hafa sparað sér ferðina og stundað ljósabekki.

Mikilvægt er að skrúbba allan líkamann með kornakremi áður en komið er í meðferðina. Mæta skal í léttum bómullarfatnaði.

Meðferðin tekur um 6 klst. að virka, en eftir það er líkaminn kominn með fallegan, brúnan lit, sem endist í 4 - 6 daga.

St. Tropez meðferðir

St.Tropez eru fremstir á sínu sviði með margverðlaunaða paraben fría formúlu sem inniheldur 100% náttúruleg litarefni.  Með nýrri einkaleyfis AromaguardTM tækni og 20 ára reynslu og þróun hefur St.Tropez náð að minnka lykt um 70%.  Meðferðin sjálf aðeins 15 mínútur og þú getur haldið áfram með verkefni dagsins. 
Þú velur meðferð sem hentar þér hverju sinni, hvort þú vilt ljósan sólkysstan lit eða dýpri og dekkri lit. 
Hjá okkur starfa snyrtifræðingar sem eru sérþjálfaðir í St.Tropez meðferðum.