Hydra Beauté andlitsmaski (50 ml) & Gommage Eclat djúphreinsir (15 ml)
Hydra Beauté maski: Rakagefandi andlitsmaski sem mýkir, frískar og gefur húðinni fallega áferð. Maskinn inniheldur rakagefandi þætti sem rakametta efstu húðlögin og draga úr þreytumerkjum húðar. Maskinn er borinn á hreina húð, hentugt eftir djúphreinsun, látin bíða í 10 mínútur og svo þvegin af.
Gommage Eclat: Kremkenndur kornadjúphreinsir fyrir andlit. Inniheldur tvennskonar örsmá korn sem fjarlægja á auðveldan hátt dauðar hyrnisfrumur af yfirborðinu en jafnframt hvetja nýmyndun í neðri húðlögum. Djúphreinsinn má nota einu sinni til tvisvar sinnum í viku, allt eftir þörfum húðar. Tilvalið að nota viðeigandi andlitsmaska í kjölfarið.
Hydra beaute maski
5.300 kr.