Jambes fótagel

4.900 kr.

Gel fyrir þreytta fætur (150 ml) ásamt líkamsskrúbb (50 ml) í kaupauka

Kælandi gel sem hefur sefandi og frískandi áhrif og veitir samstundis vellíðan fyrir fæturna. Gelið örvar sogæða-og blóðrás sem með reglulegri notkun fyrirbyggir þrota og uppsöfnun vökva. Nuddið gelinu létt með hringlaga hreyfingum upp á við. Notist daglega, kvölds og morgna, og jafnvel yfir daginn ef þarf.

Gommage Facile kornadjúphreinsir: Milt kornakrem sem hreinsar burt dauðar húðfrumur og undirbýr húðina fyrir frekari snyrtivörur (húðmjólk, olíu, sólvörn o.s.frv.) Djúphreinsinn má líka nota sem sápuhreinsi í sturtunni. Gott er að vinna vel á svæðum þar sem hörð húð getur verið eins og á olnbogum, hnjám og hælum. Húðin er síðan skoluð vel með hreinu vatni. Æskilegt er að bera húðmjólk, krem eða olíu á húð eftir notkun. Gommage Facile er hentugt að nota í sturtu eða í baði einu sinni til tvisvar í viku.