Hendur og fætur
Góðir fætur eru grundvöllur góðrar líðanar. Vel snyrtir fætur láta fólki líða vel, ekki síst konum, sem frekar flíka fótum sínum á almannafæri. Við bjóðum fjölda meðferða á sviðum fótsnyrtinga og fótaaðgerða.
Hendur – Lac Sensation
Nýtt frá Allessandro! Lökk sem þorna undir UV-ljósi.Bylging sem þú vilt ekki missa af.Lakkið endist í allt að 3 vikur, styrkir náttúrlegu neglurnar og er með útrúlega flottum glans, alltaf eins og þú sért ný lökkuð.Margir fallegir litir í boði.Borið á eins og lakk en er sterkt eins og gel.Einnig hægt að fá á tásurnar til að vera flott í sandölunum.
Hendur – Striplac
Heimsins fyrsta Peel-Off UV/LED naglalakk.Lakka – inn í lampa – tilbúið! Endist í allt að 10 daga, fullkomin glans áferð fram á síðasta dag, verndar og styrkir náttúrulegu nöglina, auðvelt að taka af, ekkert asinton eða leysiefni, aðeins þarf að fletta lakkinu af nöglinni.Eins auðvelt og hægt er!
Hendur – Gervineglur
Við handsnyrtingu eru neglur þjalaðar, mótaðar og lakkaðar, og naglabönd snyrt. Jafnframt meðhöndlum við húðina eftir kúnstarinnar reglum. Við notum aðeins viðeigandi Alessandro-handsnyrtivörur til verksins.
Við bjóðum eingöngu upp á gervineglur úr Bio Sculpture Gelnaglaefni, en það er unnið úr náttúrulegu efni frá Suður-Afríku.
Bio Sculpture hunangsgelneglur eru í raun naglameðferð, sem styrkir og bætir náttúrulegar neglur fólks. Neglurnar verða harðar, en þó sveigjanlegar og fá náttúrulega og gljáandi áferð.
Hunangsgelið er hægt að setja yfir eigin neglur þannig, að þær vaxi fram og verði sterkar. Einnig er hægt að framlengja eða búa til neglur úr gelinu. Eigin neglur koma mjög vel undan gelinu og hægt er að leysa það upp á 15 mínútum.
Í stuttu máli má segja, að neglurnar verði þunnar, sveigjanlegar, sterkar og náttúrulegar.
Fótsnyrting
Neglur eru klipptar og þjalaðar, naglabönd snyrt og hörð húð er fjarlægð. Einnig veitum við gott fótanudd og lökkum neglur með glæru lakki eða lituðu.
Fótaaðgerðir
Algengustu fótamein eru naglavandamál, s.s. þykkar eða niðurgrónar neglur, líkþorn, sigg, sprungur í húð og vörtur.
Aðeins lærðir fótaaðgerðafræðingar hafa heimild til slíkra aðgerða, enda um vandasama meðhöndlun að ræða. Því viljum við veita dálitla innsýn í það, í hverju starf fótaaðgerðafræðings er fólgið.Fótaaðgerðafræðingur þynnir neglur með tilheyrandi tækjum. Inngrónar neglur eru meðhöndlaðar með spangarmeðferð, sem er sársaukalaus meðhöndlun og bætir líðan strax frá byrjun meðferðar.Hann fjarlægir einnig líkþorn og veitir ráðleggingar. Hægt er að útbúa alls konar hlífar til að aflétta álagi af húð og koma í veg fyrir núning og þrýsting og þar með líkþorn.Fótaaðgerðafræðingur veitir jafnframt ráðgjöf varðandi umhirðu fóta og hentugan fótabúnað.
Fætur sykursjúkra eru í sérstökum áhættuhópi vegna þeirra fylgihvilla, sem fylgt geta sjúkdómnum.
Við mælum eindregið með, að sem flestir láti fótaaðgerðafræðing meta fætur sína og fái úr því skorið, hvort aðgerða sé þörf og hljóta jafnframt ráðgjöf um hentugan fótabúnað og nauðsynlega fótaumhirðu.