Karlar

Það er sífellt að aukast að karlmenn komi til okkar í dekur enda hafa konur ekki einkarétt á að láta dekra við sig.
Við bjóðum karlmenn velkomna til okkar og bjóðum upp á alhliða andlitsmeðferðir, fót- og handsnyrtingu, vaxmeðferðir (ekki brasilískt) auk þess varanlega háreyðingu á baki, öxlum og bringu.

IPL varanleg háreyðing

Við fáum reglulega til okkar karlmenn sem vilja losna við hárvöxt á baki, bringu og öxlum til frambúðar og árangurinn með IPL ljóstæknimeðferðinni hefur verið hreint út sagt frábær. Meðferðin er sársaukalaus og eftir 6-10 skipti verður svæðið hárlaust til frambúðar – aldrei aftur vax eða rakstur

Hér má sjá árangurinn eftir eitt skipti. Herramaðurinn kom til okkar fjórum vikum síðar í tíma númer tvö.

Meðferðirnar eru mislangar en það fer eftir hárvexti hvers og eins. Meðferðir taka 6-10 skipti til að ná fram hárlausu svæði.

Byrjað er á að panta tíma í viðtal en þar er hárvöxtur og lengd meðferðar metin. Viðtalstími kostar 4.900 kr. og verðið á hverjum meðferðartíma er frá 5.900-44.900 kr. eftir því um hvaða líkamssvæði er að ræða.Ef 6 skipti eru staðgreidd fyrirfram þá er síðasti tíminn frír.

Endilega hafðu samband og við finnum viðtalstíma fyrir þig til að fara yfir málin.

 

Meðferðir fyrir karlmenn