Nudd

Við bjóðum upp á margskonar tegundir af líkamsmeðferðum og nuddi, allt eftir þörfum þínum. Hafir þú sérstakar óskir eða þarfir geturðu haft samband og athugað hvað við getum gert fyrir þig. En í öllu falli geturðu fengið innsýn í það, sem við bjóðum, hér að neðan.Dekraðu við þig og prófaðu nuddmeðferðir okkar hjá Gyðjunni.

Klassískt vöðvanudd

Meðferð þessi mýkir vöðva og örvar hreyfingu blóð- og sogæðavökva. Hún eykur jafnframt slökun og vellíðan.

Klassískt nudd hefur einnig áhrif á losun úrgangsefna og greiðir fyrir aðgang að næringarefnum, sem líkaminn notar sér til viðhalds og vaxtar. Það vinnur bug á þreytu og þreytutengdum verkjum, sem stafa gjarnan af einhæfri líkamsbeitingu.

Klassískt vöðvanudd, sem er þekktasta tegund nudds,er jafnframt afar áhrifaríkt við vöðvabólgu og hjálpar til við að takmarka áhrif vefjagigtar og skyldra kvilla.

Slökunarnudd

Slökunarnudd er djúpt og mýkjandi nudd, sem hefur víðtæk áhrif á vöðva líkamans og almenna líðan þína.