Hendur

Við bjóðum upp á margskonar meðferðir fyrir hendur og neglur. Hjá okkur ertu í góðum höndum. Fallegar hendur eru mikilvægur þáttur í heildstæðu útliti fólks, bæði karla og kvenna. Vel snyrtar hendur eru merki um að viðkomandi lætur sér annt um útlit sitt í víðara samhengi.

Kiara sky

Nýtt frá Kiara sky. Lökk sem þorna undir UV-ljósi.Bylging sem þú vilt ekki missa af. Lakkið endist í allt að 3 vikur, styrkir náttúrlegu neglurnar og er með útrúlega flottum glans, alltaf eins og þú sért ný lökkuð.Margir fallegir litir í boði.Borið á eins og lakk en er sterkt eins og gel.Einnig hægt að fá á tásurnar til að vera flott í sandölunum.

Gervineglur

Við handsnyrtingu eru neglur þjalaðar, mótaðar og lakkaðar, og naglabönd snyrt. Jafnframt meðhöndlum við húðina eftir kúnstarinnar reglum. Við notum aðeins viðeigandi Alessandro-handsnyrtivörur til verksins.

Við bjóðum eingöngu upp á gervineglur úr Bio Sculpture Gelnaglaefni, en það er unnið úr náttúrulegu efni frá Suður-Afríku.

Bio Sculpture hunangsgelneglur eru í raun naglameðferð, sem styrkir og bætir náttúrulegar neglur fólks. Neglurnar verða harðar, en þó sveigjanlegar og fá náttúrulega og gljáandi áferð.

Hunangsgelið er hægt að setja yfir eigin neglur þannig, að þær vaxi fram og verði sterkar. Einnig er hægt að framlengja eða búa til neglur úr gelinu. Eigin neglur koma mjög vel undan gelinu og hægt er að leysa það upp á 15 mínútum.

Í stuttu máli má segja, að neglurnar verði þunnar, sveigjanlegar, sterkar og náttúrulegar.