Nýjung hjá Gyðjunni!

Vissir þú að það helsta sem hefur neikvæð áhrif á útlit húðar er mengun og lífstíll (lélegt mataræði, svefnleysi og streita)? Við hjá Gyðjunni vorum að taka inn nýja meðferð sem á aðeins 60 mínútum stuðlar DÉTOXYGÈNE meðferðin að aukinni súrefnisupptöku húðar og fjarlægir úrgangsefni og mengun. Húðin starfar eðlilega á ný og fær frísklegt útlit.

Meðferðin fer fram í þremur skrefum:

 1. Détoxygéne Djúphreinsun:
  • Dauðar húðfrumur hlaðnar úrgangsefnum og mengunarþáttum eru fjarlægðar
  • Sléttir og betrumbætir áferð húðar.
 2. Détoxygéne hreinsandi maski:
  • Hreinsar úrgangsefni húðar
  • Virkar eins og nokkurskonar “mengunarsegull” sem tekur upp og eyðir mengunarögnum.
  • Dregur til sín úrgangsefni og óhreinindi
 3. Détoxygéne súrefnismettandi nudd:
  • Örvar súrefnisupptök húðfrumna og eykur efnaskipti þeirra.
  • Veitir frumunum nauðsynlega orku til að starfa eðlilega
  • Verndar húðina gegn skaðlegum áhrifum mengunar, hjálpar til við að eyða skaðlegum öreindum og að fyrirbyggja að þær loði við húðina
  • Rakamettar og mýkir fyrstu einkenni um hrukkur og línur

Smelltu hér til að panta tíma!

Okkur er annt um viðskiptavini okkar og viljum biðja þá sem eru með flensueinkenni að bóka ekki tíma næstu tvær vikur. Við tökum vel á móti þér vitandi að við gerum allt til þess að tryggja öryggi þitt og aðstandenda þinna.