Andlitsmeðferðir

Stundum er talað um, að ákveðin persóna sé andlit fyrirtækis eða vöru. Það er ekki að ástæðulausu. Andlitið er ímynd persónunnar, það sem fólk sér og dæmir aðra hluta líkamans af. Það er jafnframt sá hluti líkamans sem fæstir gera sér far um að hylja. Því er mikilvægt að andlit fólks, ekki síst kvenna, styrki sjálfsímynd viðkomandi.

Andlitsmeðferðir Gyðjunnar eru framkvæmdar af reyndum sérfræðingum, sem nota aðeins viðurkenndar vörur og traustan tækjabúnað. Hér að neðan gefum við frekari upplýsingar um þær andlitsmeðferðir, sem við höfum í boði.

VAR andlitsmeðferð

Við kynnum nýja andlitsmeðferð sem er bylting gegn öldrun og hentar vel konum sem vilja áhrifaríka meðferð gegn öldrun án skurðaðgerðar!

VAR stendur fyrir „Visible age reverse“. Meðferðin dregur úr öldrunareinkennum og yngir útlit húðar á aðeins 30 mínútum. Það þarf fjóra tíma til að hámarka árangurinn.

 

  • Eykur blóðflæði
  • Örvar taugakerfi húðar
  • Endurnýjar kollagen og elastínþræði

DÉTOXYGÉNE andlitsmeðferð

Á aðeins einni klukkustund stuðlar Détoxygene meðferðin að aukinni súrefnisupptöku húðar og fjarlægir úrgangsefni og mengun. Húðin starfar eðilega á ný og fær frísklegt útlit.

1. DÉTOXYGÉNE DJÚPHREINSUN

Ensím og handvirk djúphreinsun

Dauðar húðfrumur hlaðnar úrgangsefnum og mengunarþáttum eru fjarlægðar – Papajakraftur, sellulósakorn Sléttir og betrumbætir áferð húðar

2. DÉTOXYGÉNE HREINSANDI MASKI

Hreinsar úrgangsefni húðar

Virkar eins og nokkurskonar “mengunarsegull” sem tekur upp og eyðir mengunarögnum. EDTA tengist málmum til þess að fjarlægja þá.

Dregur til sín úrgangsefni og óhreinindi.

Grænn leir borinn með spaða ofan á grisju. Maskinn hefur sérstaka kremáferð. Með því að bera hann á grisjuna er auðvelt að fjarlægja hann í einu lagi.

3. DÉTOXYGÉNE SÚREFNISMETTANDI NUDD

Súrefnisupptök húðar eykst með:

Handvirkri tækni sem örvar smáæðablóðrásina

Actinergie, sem örvar súrefnisupptöku frumna, þar af leiðandi eflir efnaskipti þeirra

ATP, sem veitir nauðsynlega orku til frumna til að starfa eðlilega

Verndar húðina gegn skaðlegum áhrifum mengunar, hjálpar til við að eyða skaðlegum öreindum og að fyrirbyggja að þær loði við húðina

Rakamettar og mýkir fyrstu einkenni um hrukkur og línur

Öflug sýrumeðferð

Öfluga sýrumeðferðin okkar inniheldur TCA sýrur (trichloroacetic acid). Þessi meðferð hefur þann kost umfram eldri sambærilegar meðferðir að batatíminn er styttri og auðveldari en meðferðin þó kröftug. 

Meðferðin hvetur frumur húðarinnar til endurnýjunar og vinnur þannig á ýmsum vandamálum, til að mynda

  • Minnkar hrukkur og fínar línur
  • Minnkar ör og slit
  • Dregur úr þurrki
  • Jafnar litabreytingar
  • Og hjálpar slappri húð að ná fyrri ljóma

Meðferðin er nánast sársaukalaus, engum nálum er stungið í húðina, hentar flestum húðgerðum og það tekur stuttan tíma að sjá árangur.

HVAÐ ÞARF AÐ VARAST
Meðferðin er mjög öflug og ef þú ert með viðkvæma húð gæti verið gott að ráðfæra sig við snyrtifræðing hvor meðferðin henti þér.

  1. Ef húðin þín er með opið sár eða sýkingu.
  2. Ef þú ert með herpes- sýkingu.
  3. Hætta skal notkun retinóíða krema viku fyrir meðferð

HVERSU MÖRG SKIPT ÞARF AÐ KOMA Í
Hægt er að taka eitt skipti til að fá meiri ljóma en alltaf er mælt með 3-5 skiptum á með viku millibili ef góður árangur á að náist. Ef húðin er gróf eða með ör eða bólur er ráðlagt að koma í slípun á undan.

HVERNIG FER MEÐFERÐIN FRAM OG ER ÉG LENGI AÐ JAFNA MIG
Alltaf er byrjað að hreinsa húðina vel og jafnvel nota góðan andlitsskrúbb. Mælt er með því að hafa sýrurnar ekki skemur en 40 mín, en best er að þær séu á í nokkra klukkutíma, jafnvel yfir nótt. Algengt er að finna fyrir vægum roða og sviða, en ef sviðin þolist illa þá er betra að taka þær af með köldu vatni. Mikilvægt er að nota gott rakakrem á meðan meðferð stendur

Sýnilegur árangur kemur í ljós eftir viku, meiri þéttleiki og bætt áferð húðar

Meðferðin er ekki ljósnæm því má fara í sól eftir meðferð en ávallt skal nota sólvörn 50.

Mildari sýrumeðferð

„Léttari“ sýrumeðferðin inniheldur MCA sýru (monochloroacetic acid).

Þessi meðferð er fljótvirkari en aðrar hefðbundar sýrumeðferðir og veldur ekki ljósnæmi í húðinni og hentar því jafnvel einstaklingum með viðkvæma húð. Meðferðin örvar endurnýjun húðarinnar og eykur þannig ljóma og vinnur á ýmsum vandamálum, t.d.:

  • Acne
  • Litabreytingum
  • Fínum línum

Eins er hægt að nota JPX3 BIO sem undirbúningsmeðferð fyrir sterkari sýrumeðferð. Árangur sést strax við fyrstu meðferð en mælt er með fleiri skiptum til að hámarka árangurinn. Meðferðin er nánast sársaukalaus, engum nálum er stungið í húðina og þolist vel.

HVAÐ ÞARF AÐ VARAST
Meðferðin er mjög öflug og ef þú ert með viðkvæma húð gæti verið gott að ráðfæra sig við snyrtifræðing hvor meðferðin henti þér.

  1. Ef húðin þín er með opið sár eða sýkingu.
  2. Ef þú ert með herpes- sýkingu.
  3. Hætta skal notkun retinóíða krema viku fyrir meðferð

HVERSU MÖRG SKIPT ÞARF AÐ KOMA Í
Hægt er að taka eitt skipti til að fá meiri ljóma en alltaf er mælt með 3-5 skiptum á með viku millibili ef góður árangur á að náist. Ef húðin er gróf eða með ör eða bólur er ráðlagt að koma í slípun á undan.

HVERNIG FER MEÐFERÐIN FRAM OG ER ÉG LENGI AÐ JAFNA MIG
Alltaf er byrjað að hreinsa húðina vel og jafnvel nota góðan andlitsskrúbb. Mælt er með því að hafa sýrurnar ekki skemur en 40 mín, en best er að þær séu á í nokkra klukkutíma, jafnvel yfir nótt. Algengt er að finna fyrir vægum roða og sviða, en ef sviðin þolist illa þá er betra að taka þær af með köldu vatni. Mikilvægt er að nota gott rakakrem á meðan meðferð stendur

Sýnilegur árangur kemur í ljós eftir viku, meiri þéttleiki og bætt áferð húðar

Meðferðin er ekki ljósnæm því má fara í sól eftir meðferð en ávallt skal nota sólvörn 50.

Lift summum andlitsmeðferð

Lift Summum andlitsmeðferð -Einstök andlitsmeðferð sem gerir húðina stinnari, þéttari og dregur samstundis úr þreytu og öldrunarmerkjum í andliti, á hálsi og bringu á 50 mínútum. Mjög áhrifarík og endurnýjandi meðferð.

Age Summum

Gegn ótímabærum aldursbreytingum – stinnari og þéttari húð. Sjáanlegur munur á innan við klukkustund og húðin endurheimtir unglegan ljóma. Húðin verður sléttari, þéttari, stinnari og áferðafallegri eftir eina meðferð. Viðskiptavinurinn fær ekki eingöngu endurnærandi áhrif heldur fær hann bestu mögulegumeðferð gegn áhrifum öldrunar.Age Summum meðferðin kemur í stað lýtalækninga og vinnur undir eins á ummerkjum öldrunar: hrukkum og fínum línu, slappri húð og skorti á útgeislun.

Meðferðin er í fjórum þrepum:

  1. Demabrasion Exfoliationg Cream: fjarlægir dauðar hornlagsfrumur af yfirborði húðar.
  2. Regenerating Anti-Ageing Serum: örvar endurnýjun húðfruma
  3. Anti-Ageing Facial Massage: stinnir og þéttir húðvefi
  4. Anti-Ageing Radiance- Boosting Face Mask: endurheimtir frískleika og heilbrigði húðar.

Hydra Peel ávaxasýrumeðferð – Ný andlitsmeðferð sem vinnur að endurnýjun húðar

HYDRA PEELING er áhrifarík 45 mínútna andlitsmeðferð sem dregur úr sjáanlegum aldursbreytingum með því að örva endurnýjun húðar og viðhalda virkni húðvefja. Húðin verður bjartari og geislar að meðferð lokinni. Meðferðin dregur einnig úr brúnum litabreytingum og gefur bjartari ásýnd.

Við bjóðum upp á tvær  HYDRA PEEL meðferðir sem koma til móts við ólíkar þarfir húðar.

  • HYDRA PH er fyrir allar húðgerðir og notast við AH-, BH- og PH sýrur sem leiðir til kröftugrar virkni án óæskilegra ertingsþátta.

  • HYDRABRATION fyrir viðkvæmari húð og þá sem ekki vilja sýrumeðferð og býður upp á mildari endurnýjun húðar með sellulósa og ensímum.

Ráðlagt er að fara í vikulega meðferð í 3 vikur til að fá kröftuga virkni eða staka meðferð til undirbúnings og til efla virkni annarra Guinot stofumeðferða. Sjáanlegur munur er eftir fyrsta tímann.

Plasma pen augnmeðferð

Meðferðin er sú allra árangursríkasta sem snyrtifræðingar hafa upp á að bjóða í dag. Plasma Pen er meðferð sem byggir á hita í yfirborði húðar, sem fær húðina samstundis til þess að þéttast og lyftast. Plasma Pen vinnur gríðarlega vel á allri slappri og lausri húð sem hefur misst teygjanleikann. Augnpokar, hrukkur eða hangandi húð hvar sem er á líkamanum heyra nú sögunni til. Árangurinn er hreint út sagt stórkostlegur.

Plasma pen tæknin notast við penna þar sem raforka er notuð. Í réttri fjarlægð frá húðinni verður til mikill hiti sem veldur örlitlum bruna og opnar húðholurnar. Blóðvökvi og vatn í yfirborði húðarinnar gufa upp, og þannig er hægt að fjarlægja lausa og slappa húð ásamt því að fjarlægja hrukkur, húðflipa, öldrunarbletti, slit og ör. Meðferðina er hægt að framkvæma á hvaða svæði sem er á líkamanum.

Náttúruleg framleiðsla eykst á collageni og elastíni, og útkoman verður náttúrulegur, varanlegur og stórkostlegur árangur.

Plasma pen meðferðin hefst á viðtalstíma.

Verð

Undir augu eða augnlok – Verð: 29.000 kr

Bæði augnlok og augnpokar – Verð: 49.000kr

Viðtalstími – Verð: 4900kr