IPL-ljóstæknimeðferð

Glænýtt IPL tæki var að koma í hús og árangurinn er hreint út sagt ótrúlegur!

IPL er ljóstæknimeðferð sem vinnur á mörgum kvillum:

  • Fjarlægir hár til framúðar
  • Litabreytingar í húð; öldrunarblettir, brúnir blettir og sólarskemmdir
  • Háræðaslit og Rósroði
  • Vinnur á slappri húð og hrukkum

Meðferðin er sársaukalaus og verðið á hverju skipti er frá 5.000-44.900 kr, eftir því um hvaða líkamssvæði er að ræða.Hér getur þú skoðað verðskrána og ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna 🙂

Háreyðing

Strax eftir fyrsta skiptið sérðu mikinn mun á hárvexti, en tækið fjarlægir hárin til frambúðar. Meðferðirnar eru mislangar en það fer eftir hárvexti hvers og eins. Meðferðir taka 6-10 skipti til að ná fram hárlausu svæði.

IPL háreyðingarmeðferð er aðferð til að eyða varanlega óæskilegum hárum.  IPL byggir á sterkum ljósgeisla með ákveðinni bylgjulend sem varir í brot úr sekúndu. Ljósstyrkurinn er er sjálfvirkt aðlagaður að sverleika hársins.  Litarefnið í hárinu tekur upp orkuna úr ljósinu,  hitnar og flytur varmann til rótarinnar sem brennir hana.  Meðferðin virkar á bæði ljós og dökk hár en þó er árangurinn meiri ef um dökk hár ræðir. Við ákveðið hitastig lokast hársekkurinn og getur ekki myndað nýtt hár.  Handfang tækisins er stöugt kælt með vatni þannig að meðferðin er bæði sársaukalaus og myndar ekki bruna á húðinni.

Fjöldi meðferða er 6 – 10 skipti, eftir hárvexti.  4-6 vikur líða á milli meðferða.

Háræðaslit og Rósroði

IPL ljóstæknimeðferð vinnur á háræðasliti og rósroða. Strax eftir fyrsta tímann sérðu mun á húð.

Fjöldi meðferða við háræðasliti er 4-6 skipti, eftir húðgerð.3-4 vikur líða á milli meðferða.

Fjöldi meðferða við rósroða er 8-10 skipti, eftir húðgerð.3-4 vikur líða á milli meðferða.

Endurnýjandi meðferð fyrir andlit og háls

IPL ljóstæknimeðferð vinnur á slappri húð og hrukkum í andliti og á hálsi. Meðferðin örvar kollagen framleiðslu húðar og gefur unglegt og frísklegt

útlit. Strax eftir fyrsta tímann sérðu mun á húð.

Fjöldi meðferða er 4-8 skipti, eftir húðgerð, vikulega.

Litabreytingar í húð

IPL ljóstæknimeðferðin vinnur á öldrunarblettum, brúnum blettum og sólaskmmdum í húð. Meðferðin er fyrir andlit, bringu og handabök. Strax eftir fyrsta tímann sérðu mun á húð.Fjöldi meðferða er 2-4 skipti, eftir húðgerð.  3-4 vikur líða á milli meðferða.

Almennar upplýsingar um IPL ljóstæknimeðferð

IPL ljóstæknimeðferð (e. Intense Pulse Light) er ný og endurbætt ljóstækni-meðferð frá BENTLON í Hollandi.

IPL-ljóstæknimeðferð býður upp á margs konar meðferðarúrræði sem gætu verið góð lausn fyrir þig.

IPL-meðferðirnar eru sársaukalausar, henta fyrir stærri svæði líkamans svo sem bak, bringu, fótleggi og handleggi en einnig minni svæði,t.d. andlit, háls o.fl.

Meðferðartíminn er mislangur eftir vali á meðferð en allar meðferðirnar taka að jafnaði nokkra heimsóknartíma.

Meðferðin hefst á viðtalstíma þar sem vandamál hvers og eins eru greind,möguleikar á úrlausn metnir og framkvæmd prófun á húð.