Gyðjan

Snyrtistofan Gyðjan ehf. er ein elsta starfandi snyrtistofa borgarinnar, en með nýju og fersku andliti. Núverandi eigandi, Jónína Kristgeirsdóttir snyrti-og förðunarfræðingur, tók við rekstri stofunnar 1997.

Við tökum vel á móti þér í notalegu umhverfi þar sem fagmennska, nýjungar og persónuleg þjónusta eru í fyrirrúmi.

Staðsetning

Starfsemi Gyðjunnar er í glæsilegu húsnæði að Skipholti 50d. Stofan er staðsett í austanverðu húsinu, á jarðhæð, við hlið Tónastöðvarinnar og gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða. Smelltu hér til að sjá staðsetningu Gyðjunnar á korti.

Opnunartímar – vetur

  • Mánudaga: 9 – 18
  • Þriðjudaga: 9 – 18
  • Miðvikudaga: 8:30 – 18
  • Fimmtudaga: 9 – 19
  • Föstudaga: 8:30 – 17
  • Laugardaga: Lokað
  • Sunnudaga: Lokað

Opnunartímar – sumar

  • Mánudaga: 9 – 18
  • Þriðjudaga: 9 – 18
  • Miðvikudaga: 8:30 – 18
  • Fimmtudaga: 9 – 19
  • Föstudaga: 8:30 – 17
  • Laugardaga: Lokað
  • Sunnudaga: Lokað

Snyrtifræðingar Gyðjunnar

Jónína Kristgeirsdóttir – Snyrtifræðimeistari og eigandi stofunnar

Jónína lauk prófi í snyrtifræði 1987 og hefur starfað við fagið síðan.
Förðunarfræðingur frá Makeup-Forever í Óðinsvéum 1991.
Naglafræðingur og meistari í snyrtifræði 1997
Hefur rekið Gyðjuna frá 1997.
Hefur verið dugleg að fara á endurmenntunarnámskeið og fagsýningar erlendis og finnst ekkert skemmtilegra en að kynna sér nýjunar í snyrtifræði. Á tvær hreinræktaðar Cavalier tíkur og elskar alla útivist.

Steinunn Björk Sigurjónsdóttir – Snyrtifræðimeistari og naglafræðingur

Steinunn Björk lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1993.
Útskrifaðist sem snyrtifræðingur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2000 og lauk sveinsprófi 2001.  Bætti við sig naglafræði 2003 og lauk meistaranámi í snyrtifræði 2007 frá Iðnskólanum í Reykjavík.  Hún hefur verið mjög dugleg að sækja námskeið í faginu og bætt við sig þekkingu og leggur mikinn metnað í starfið. Hún er virk í félagi íslenkra snyrtifæðinga og hefur setið í sveinsprófsnefnd frá 2013.  Steinunn tók námssamning á snyrtistofunni Gyðjunni og hefur unnið þar síðan.   Þá hefur Steinunn gaman af allskonar útivist og er mikil fótboltamamma.

Ágústa Rut Skúladóttir – Snyrtifræðingur

Útskrifaðist með stúdentspróf frá Borgarholtsskóla i maí 2010.  Byrjaði í FB i snyrtifræði í Ágúst 2012 og útskrifaðist þaðan í maí 2014.  Tók nemasamning á Mecca Spa og sveinsprófið í janúar 2015. Byrjaði að vinna á Gyðjunni í lok Mars 2015.
Ágústu finnst gaman að ferðast og vera með fjölskyldunni.

 Andrea Birgisdóttir – Snyrtifræðimeistari

Útskrifaðist af snyrtifræðibraut með stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti um jólin 2014.   Lauk sveinsprófi í jan 2016 og meistaranámi í des 2018.
Andrea hefur gaman af göngum og að ferðast til framandi landa.

Brynhildur Íris Bragadóttir – Snyrtifræðingur

Sigurður Óskar Sigurðsson

Fótaaðgerðafræðingur

Sigurður útskrifaðist frá Keili vorið 2023 og er fyrsti karmaðurinn sem útskrifast þaðan sem fótaðgerðafræðingur..

Styrkbeiðnir

Snyrtistofan Gyðjan ehf. hefur í gegnum tíðina styrkt ýmis góð málefni. 
Óskir þú eftir styrk þá vinsamlega sendið beiðni á eftirfarandi netfang: jonina@gydjan.is
Styrkbeiðnir eru ekki afgreiddar í gegnum síma.