Gyðjan

Snyrtistofan Gyðjan ehf. er ein elsta starfandi snyrtistofa borgarinnar, en með nýju og fersku andliti. Núverandi eigandi, Jónína Kristgeirsdóttir snyrti-og förðunarfræðingur, tók við rekstri stofunnar 1997.

Við tökum vel á móti þér í notalegu umhverfi þar sem fagmennska, nýjungar og persónuleg þjónusta eru í fyrirrúmi.

Staðsetning

Starfsemi Gyðjunnar er í glæsilegu húsnæði að Skipholti 50d. Stofan er staðsett í austanverðu húsinu, á jarðhæð, við hlið Tónastöðvarinnar og gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða. Smelltu hér til að sjá staðsetningu Gyðjunnar á korti.

Opnunartímar – vetur

 • Mánudaga: 9 – 18
 • Þriðjudaga: 9 – 18
 • Miðvikudaga: 8:30 – 18
 • Fimmtudaga: 9 – 19
 • Föstudaga: 8:30 – 17
 • Laugardaga: Lokað
 • Sunnudaga: Lokað

Opnunartímar – sumar

 • Mánudaga: 9 – 18
 • Þriðjudaga: 9 – 18
 • Miðvikudaga: 8:30 – 18
 • Fimmtudaga: 9 – 19
 • Föstudaga: 8:30 – 17
 • Laugardaga: Lokað
 • Sunnudaga: Lokað

Snyrtifræðingar Gyðjunnar

Jónína Kristgeirsdóttir – Snyrtifræðimeistari og eigandi stofunnar

Jónína lauk prófi í snyrtifræði 1987 og hefur starfað við fagið síðan.
Förðunarfræðingur frá Makeup-Forever í Óðinsvéum 1991.
Naglafræðingur og meistari í snyrtifræði 1997
Hefur rekið Gyðjuna frá 1997.
Hefur verið dugleg að fara á endurmenntunarnámskeið og fagsýningar erlendis og finnst ekkert skemmtilegra en að kynna sér nýjunar í snyrtifræði. Á tvær hreinræktaðar Cavalier tíkur og elskar alla útivist.

Steinunn Björk Sigurjónsdóttir – Snyrtifræðimeistari og naglafræðingur

Steinunn Björk lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1993.
Útskrifaðist sem snyrtifræðingur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2000 og lauk sveinsprófi 2001.  Bætti við sig naglafræði 2003 og lauk meistaranámi í snyrtifræði 2007 frá Iðnskólanum í Reykjavík.  Hún hefur verið mjög dugleg að sækja námskeið í faginu og bætt við sig þekkingu og leggur mikinn metnað í starfið. Hún er virk í félagi íslenkra snyrtifæðinga og hefur setið í sveinsprófsnefnd frá 2013.  Steinunn tók námssamning á snyrtistofunni Gyðjunni og hefur unnið þar síðan.   Þá hefur Steinunn gaman af allskonar útivist og er mikil fótboltamamma.

Anna Lilja Elvarsdóttir – Snyrtifræðingur

Nemasamningur á Gyðjunni og sveinspróf í snyrtifræði í janúar 2014.  Hefur starfað hjá Gyðjunni síðan þá að undanskildu einu ári þar sem hún bjó í Oxford á Englandi. 

Sveinlaug Ísleifsdóttir –  Fótaaðgerðafræðingur

Áður en Sveinlaug hóf nám í fótaaðgerfræði hjá Fótaaðgerðrskíla íslands í janúar 2015 vann hún hjá Símanum i 12 ár við ýmis stjórnunarstörf.  Lauk diplómaprófi í mannauðstjórnun og leiðtogafærni frá Endurmenntun H.Í. og er með alþjóðavottun í verkefnastjórnun frá H.Í.  Sveinlaug hafði látið sig dreyma um nám í fótaaðgerðarfræði síðan hún var 16 ára og lét loksins drauminn rætast og skellti sér í námið í janúar 2015 og var þá búin að vera í grunnámi, fyrst í dagskóla og fjarnámi FÁ og kvöld og sumarskóla FB. Hún hefur mjög gaman af öllum íþróttum og fylgist mikið með enska boltanum og heldur með Chelsea.   Sveinlaug á lítinn kettling sem var villiköttur í Hafnarfirðinum og heitir Nala. Hefur mikinn áhuga á líkamsrækt og ferðalögum innanlands sem utan.

Ágústa Rut Skúladóttir – Snyrtifræðingur

Útskrifaðist með stúdentspróf frá Borgarholtsskóla i maí 2010.  Byrjaði í FB i snyrtifræði í Ágúst 2012 og útskrifaðist þaðan í maí 2014.  Tók nemasamning á Mecca Spa og sveinsprófið í janúar 2015. Byrjaði að vinna á Gyðjunni í lok Mars 2015.
Ágústu finnst gaman að ferðast og vera með fjölskyldunni.

 Andrea Birgisdóttir – Snyrtifræðimeistari

Útskrifaðist af snyrtifræðibraut með stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti um jólin 2014.   Lauk sveinsprófi í jan 2016 og meistaranámi í des 2018.
Andrea hefur gaman af göngum og að ferðast til framandi landa.

Rakel Victoria Ingibjörnsdóttir – Snyrtifræðingur

Brynhildur Íris Bragadóttir – Snyrtifræðingur

Íris Vilhemlsdóttir

Íris útskrifaðist frá fjölbraut desember 2020 og er nemi hjá okkur núna.
Áhugamál eru fjölskyldan og ferðalög.

Sigurður Óskar Sigurðsson

Fótaaðgerðafræðingur

Sigurður útskrifaðist frá Keili vorið 2023 og er fyrsti karmaðurinn sem útskrifast þaðan sem fótaðgerðafræðingur..

Styrkbeiðnir

Snyrtistofan Gyðjan ehf. hefur í gegnum tíðina styrkt ýmis góð málefni. 
Óskir þú eftir styrk þá vinsamlega sendið beiðni á eftirfarandi netfang: jonina@gydjan.is
Styrkbeiðnir eru ekki afgreiddar í gegnum síma.