Augu og augabrúnir

Við litum augnahár og/eða augabrúnir. Jafnframt mótum við augnabrúnir með plokkun og eða vaxi.

Augnháralengingar

Við notum Elleebana augnhár sem eru hágæða gervi-minka og gervi-silki augnhár. Við einstaklingsmiðum lengingarnar eftir því hvað hver og ein vil. Hvort sem það er nátturúlegt útlit sem leitast er eftir eða dramatískt útlit og allt þar á milli. Augnhárin koma í mismunandi lengd og þykkt og einnig er hægt að fá mismikla sveigju.

Ending er allt frá 3-6 vikur, fer eftir endurnýjun á náttúrulegu augnhárum einstaklinga og umhirðu.

Mælt er með að koma í lagfæringu á 3-4 vikna fresti. Lengingin hefur ekki áhrif á þín eigin augnhár ef þú hugsar rétt um þau og ferð eftir fyrirmælum. Ekki er æskilegt að nota maskara, augnhárabrettara, nudda augun, nota efni sem innihalda olíu t.d. augnfarðahreinsir og ekki líma gerviaugnhár yfir lengingarnar. Mælt er með að greiða reglulega gegnum augnhárin og bleyta augnhárin í sturtu.

Augnhárapermanent

Augnhárapermanent gefur fallega sveigju á þín náttúrulegu augnhár, endist í allt að 6-8 vikur.