Gjafakort

Gyðjan býður upp á margskonar gjafakort  sem henta við öll tækifæri; jólagjafir, afmælisgjafir, útskriftargjafir, fermingagjafir eða bara til að gleðja. EInnig leiðbeinum við þér í að setja saman hina fullkomnu gjöf sem er sérsniðin að þínu vali. 


Dekur fyrir augu

Pakkinn inniheldur Age Logic augnmeðferð frá Guinot.  Meðferðin dregur úr hrukkum, augnpokum og dökkum baugum og tekur 40 mín.  Sjáanlegur árangur strax.
Verð: 9.900 kr.


Dekur fyrir andlit

Pakkinn inniheldur 60 mín. andlitsmeðferð frá Guinot sem er sérvalin eftir þörfum hvers og eins.
Litun á augnhárum/augabrúnum og plokkun á augabrúnum.
Verð: 18.500 kr.


static1.squarespace.com.jpg

Dekur fyrir hendur og fætur

Pakkinn inniheldur handsnyrtingu og fótsnyrtingu.   Við handsnyrtingu eru neglur mótaðar, lakkaðar og naglabönd eru snyrt.  Hendur eru nuddaðar með næringarríkum handáburði.
Við fótsnyrtingu eru neglur klipptar og þjalaðar, naglabönd snyrt og hörð húð er fjarlægð.  Neglur eru lakkaðar og meðferðin endar á dásamlegu fótanuddi.
Verð: 19.800 kr


static1.squarespace.com.jpg

Dekur fyrir andlit, hendur og fætur

Pakkinn inniheldur 60 mín. andlitsmeðferð frá Guinot sem er sérvalin eftir þörfum hvers og eins.
Parafin maski á hendur sem er heitur og djúpnærandi maski og frábær fyrir auma liði og þurrar hendur.   Fótsnyrting með lökkun þar sem neglur eru klipptar og þjalaðar, naglabönd snyrt og hörð húð er fjarlægð.  Neglur eru lakkaðar og meðferðin endar á dásamlegu fótanuddi.
Verð: 22.800 kr.


Litli lúxus-dekurpakkinn

Pakkinn inniheldur Age Summum andlitsmeðferð sem stinnir og þéttir húðina og vinnur gegn ótímabærri öldrun.  Litun á augnhárum/augabrúnum og plokkun á augabrúnum.
Handsnyrting þar sem neglur eru mótaðar, lakkaðar og naglabönd snyrt. Hendur eru nuddaðar með næringarríkum handáburði.  Að lokum er parafin maski borinn á hendur sem er heitur og djúpnærandi maski og frábær fyrir auma liði og þurrar hendur.
Verð: 31.400 kr.


static1.squarespace.com.jpg

Miðlungs lúxus-dekurpakkinn

Pakkinn inniheldur 90mín. Hydraderme lúxus andlitsmeðferð, djúphreinsandi, stinnandi og rakagefandi meðferð fyrir andlit, háls og hina viðkvæmu húð í kringum augu. Hydraderme er mjög árangursrík andlitsmeðferð.   Litun á augnhárum/augabrúnum og plokkun á augabrúnum.
Handsnyrting þar sem neglur eru mótaðar, lakkaðar og naglabönd snyrt.  Hendur eru nuddaðar með næringarríkum handáburði.  Að lokum er parafin maski borinn á hendur sem er heitur og djúpnærandi maski og frábær fyrir auma liði og þurrar hendur.
Fótsnyrting með lökkun þar sem neglur eru klipptar og þjalaðar, naglabönd snyrt og hörð húð er fjarlægð.  Neglur eru lakkaðar og meðferðin endar á dásamlegu fótanuddi.
Verð: 44.300 kr.


Stóri lúxus-dekurpakkinn

Pakkinn inniheldur Age Summum andlitsmeðferð sem stinnir og þéttir húðina og vinnur gegn ótímabærri öldrun.  
Age Logic augnmeðferð. Meðferðinn dregur úr hrukkum augnpokum og dökkum baugum og tekur 40 mín. Árangur sjáanlegur strax.  
Litun á augnhárum/augabrúnum og plokkun á augabrúnum.
Handsnyrting með lökkun.  Neglur eru þjalaðar og snyrtar, naglabönd snyrt.  Nuddað upp úr næringarríkum handáburði.
Fótsnyrting með lökkun, þar sem neglur eru klipptar og þjalaðar, naglabönd snyrt og hörð húð fjarlægð. Neglur eru lakkaðar og meðferðin endar á dásamlegu fótaduddi.
Parafin maski.  Maski er borinn á hendur sem er heitur og djúpnærandi maski og frábær fyrir auma liði og þurrar hendur.
Verð: 51.200 kr.

Með fyrirvara um breytingar