Hvað gefur maður þeim sem eiga allt?
Það er gaman að segja frá því að við erum komnar með glænýja netverslun sem auðveldar viðskiptavinum okkar að kaupa gjafakort. Þannig getur þú gengið frá kaupum heima í stofu og valið um að prenta út gjafakortið eða sent með tölvupósti á viðtakanda.
En þú ert að sjálfsögðu velkomin/n til okkar í Skipholt 50d og við hjálpum þér að setja saman sérsniðið gjafakort. Gjafakortin koma í fallegri öskju og við pökkum inn ef fólk vill.
Hér eru nokkrar hugmyndir að dásamlegum jólagjöfum handa þeim sem elska gott dekur.

Augháralitun, augabrúnalitun og plokkun
Augabrúnir eru mótaðar eftir andlitsfalli viðkomandi og aunhár og brúnir eru litaðar út frá litarhafti húðar
Verð: 6.200 kr. -> SKOÐA Í NETVERSLUN

Handsnyrting með lökkun
Neglur eru þjalaðar, mótaðar, lakkaðar og naglabönd snyrt. Meðferðin tekur 60 mín.
Verð: 11.500 kr. -> SKOÐA Í NETVERSLUN

Silfur – dekurpakkinn
Gjafabréfið inniheldur Age Logic augnmeðferð sem vinnur gegn ótímabærum aldursbreytingum og veitir stinnari og þéttari húð.
Litun á augnhárum/augabrúnum og plokkun.
Verð 17.100 kr. -> SKOÐA Í NETVERSLUN

Gull – dekurpakkinn
Gjafabréfið inniheldur 60 mín. andlitsmeðferð frá Guinot sem er sérvalin eftir þörfum hvers og eins.
Litun á augnhárum/augabrúnum og plokkun.
Handsnyrting með lökkun þar sem neglur eru þjalaðar, mótaðar, lakkaðar og naglabönd snyrt.
Verð: 34.200 kr. -> SKOÐA Í NETVERSLUN
